nýjir tímar framundan :)
18. júlí 2011
Verð að koma því frá mér.. Ég steig á viktina í morgun þann 18 júlí 2011 og var 84.6. Núna áðan var ég að skoða gamlar færslur hérna og viti menn 26 desember árið 2008 var ég í sömu þyngd
og nýjustu fréttir ég er komin núna 13 vikur og hef ekkert þyngst þessa fyrstu þrjá mánuði Ég verð í mæðraskoðunum upp á landspítala, þær konur sem hafa farið í magahjáveituaðgerð verða vera í áhættumeðgöngu, fylgjast með öllu
en lífið er frábært ég er búin með námið mitt og lifi lífinu lifandi.
Ástfangin upp fyrir haus og dæturnar mína ánægðar með lífið
gúd dag :)
10. nóvember 2009
er ekki kominn tími á blogg Held það nú, enda 7 mánuðir síðan ég skrifaði hérna síðast.
Allt gott er að frétta héðan af mér og dætrum mínum. Stærsta fréttin af mér er að ég er í skóla. Já komin í Fjölbrautarskólann í Ármúla og byrjaði þar í ágúst. Ég er í 18 einingum og stefni á 20 einingar eftir áramótin. Gengur bara ágætlega í öllu sem ég er að læra. Að vísu er ég enn að kljást við mitt þunglyndi og skammdegið er stundum að gera útaf við mig. Ég reyni samt mitt besta að brosa og hafa gaman af lífinu
Áslaug mín er komin í 3ja bekk í hvaleyrarskóla og er með sama kennarann. Hún er farin að æfa handbolta með haukum og ætlar að vera í því í vetur og áfram. Hún var á sínu fyrsta móti á laugardaginn. En haukarnir töpuðu öllum leikjunum. Hún var samt sátt, fékk medalíu, svala og hraun.
Ólöf mín er orðin 3ja ára og svakalega dugleg í leikskólanum, komin í kór og elskar að syngja annars gengur þeim rosalega vel og stækka þær eins og ég veit ekki hvað.
af kg fjöldanum er svona lala. Ég þarf að passa mikið hvað ég borða og þarf að vera duglegri að fara í göngutúra. Þannig nú er gotteríbindindi og göngutúra möst á hverjum degi
Ólöf Hulda mín
Áslaug Guðrún mín
1 ár síðan ég fór í aðgerðina
15. apríl 2009
og 41 kg léttari er svakalega ánægð stefni samt að missa meira.. en það verður að koma í ljós hvenær ég næ því
komið nýtt ár..
27. janúar 2009
og ég byrjuð á 3 vikna prógramminu á reykjalundi.
mér til mikilla mæðu hahah þa fattaði ég að pilsið sem ég keypti fyrir jól nr 42 væru stórstærð. en á útsölunni í dag náði eg að kaupa mér buxur og pils nr 44 nú er bara að taka á þessu.. ná mér niður í 36 fyrir næstu jól
hafa einhver markmið
en já ég er í smá lægð núna en er að fá mér mína hjálp til að komast upp úr henni. Gengur hægt en gengur samt….
svona er ágústa í dag
árið er senn á enda
31. desember 2008
og þetta skeði hjá mér árið 2208…
janúar :
í janúar var ég 113 kg og komin með grænt ljós á aðgerðina.
febrúar:
var ég standby það aðgerðarholl, en ekkert varð úr því en samt sem áður, fékk að vita ég yrði með þeim fyrstu í næsta aðgerðarholli.
mars:
fékk að vita útúr blóðprufum og var með eitthvað alltof hátt kalkhormón. Viðurkenni hér með að ég fór ansi niður í þunglyndi og vitandi að ég fengi kanski ekki að fara í aðgerð, byrjaði ég að borða og þyngdist. hreyfði mig ekkert eða slíkt.
apríl:
fékk grænt ljós hjá efnaskiptafræðingum að fara í aðgerð.. og fór þann 10 apríl í hana. Þegar ég fór í þessa aðgerð var ég 122.4 á viktinni heima hjá mér. Viku seinna var ég komin niðrí 117
maí:
voru farin 12 kg af mér og ég svakalega ánægð með það
júní:
106 kg orðin og átti ég afmæli 20 júní og leið mér frábærlega
júlí:
vantaði mig ekki nema 2 kg um að komast í 2 stafa tölu. Man ekki hvenær ég var svona létt
ágúst:
fór til danaveldis í 2 vikur og missti 5 kg á labberíinu. Og rokkaði milli 95-96 kg
september:
komin niðrí 93 kg og náði mér í karlmann svakalega hamingjusöm
oktober:
89,5kg og fann gömul náttföt sem ég hafði aldrei komist í . Mér leið frábærlega
nóvember :
ekki mikið skrifað en samt sem áður, var ég í 87 ca
desember:
frá 10 apríl til dagsins í dag er ég búin að missa …. 38.8 kg !!!! pæliði í því næstum 40 kg á 8 mánuðum
frá því sem ég var þyngst í maí 2007 var ég 141 og núna 83,6 og reikniði nú !
57.4 kg farin á einu og hálfu ári
en svona var árið 2008…
hvernig verður árið 2009.
mitt markmið er að komast niður um 15 kg fyrir 1 júní. Tekst mér það… jæja þið munuð sjá það
bestu áramótakveðjur
Ágústa svakaskutla
Gleðilega hátíð allir saman!!!
26. desember 2008
vonandi hafði haft það gott um jólin. Mín jól voru frábær. Góður matur en ekki gat ég borðað eins mikið og ég hef alltaf gert.
Á aðfangadagskvöld var ég borðandi af disknum mínum fram eftir kveldi. Og búhú ég gat ekki borðað ísinn minn hehe en svona er þetta, er samt rosalega sátt hef ekkert þyngst. Fór á viktina og var í morgun 84,6 kg
Þorláksmessa !!!
23. desember 2008
og viktin segir 84.5 æðislegt ekki satt. Omg vitiði ég mátaði fermingarkjólinn minn og ég komst í hann
smá bumba sem þarf að losna en ég kemst í hann
fór á göngudeildina í gær og var pínu skömmuð afþví ég hef ekki tekið vítamínin mín og járnið og b12 er alveg já á ekki á góðum stað. Ef ég hefði ekki farið í gær væri ég að fara á hættulegan stadus næringalega séð en sambandið við járnið ætti ég eki að geta verið vakandi á daginn hehe.. en ég er orðin svo vön að vera járnlaus og finn ekki fyrir því, nema á einu leyti ég get sofið allan sólarhringinn
en já markmiðið mitt er náð.. Að komast undir 85 kg á aðfangadag
brjóstin hverfa :(
18. desember 2008
já þegar maður minnkar þá minnka brjóstin víst líka. Tja hef alltaf keypt mér brjóstahaldara í 90 c og núna kemst ég í 75 c pælið í því
og fyrst ég er að nálgast 85 kg þá stefni ég á 10-15 kg í viðbót það væri æðislegt.
ef satt skal segja hef ég ekki verið dugleg að fara í endurkomu niðrá göngudeild. smá hræðsla hehe út af því ég veit ég var ódugleg að taka vítamínin mín og járnið hjá mér er lágt og fleira og fleira. En ég varð svo dugleg að panta tíma og má mæta á mánudaginn og á morgun þegar ég er búin að fara með dóttluna út á flugvöll þá fer ég í blóðprufu
jejjjj.. og ég sem hata blóðprufur. En þetta verð ég að þola
en já læt vita hvað kemur út úr blóðprufunum…
kv Ágústa
bara 700 grömm :)
17. desember 2008
í 85 kg váááá ég er svo ánægð
hey svo fór ég í zikzak í dag og ætlaði að máta pils. Jújú ég tók af slá pils nr 50 eins og ég var vön mín stærð. ég fór í það haha og það rann aftur niður ég bað afgreiðslustúlkuna að fá aðeins minna. Og jújú hún rétti mér annað pils ég fór í það og viti menn það er nr 42 ég er enn að ná því hahah
ég verð æðisleg um jólin núna
í dag er ég orðin… daddrammmmm
3. desember 2008
86,7
ég er búin að finna flotta jólakjóla. Loksins mun ég vera fín um jól
Komin með karl og alles, bjóst sko engan vegin á þessu ári að finna mér draumaprinsinn, en hann kom sko óvænt. Og hann elskar mig eins og ég er sem er æði. Ég hef sýnt honum myndir af mér síðan ég var sem feitust. Hehe Og já það er aldeilis munur á mér.
En ég er hamingjusöm