vika nr 2 búin…

1. desember 2007

jæja krakkar :)

Þið eruð líklega búin að sakna mín í skrifum :) en jæja ég skrifa núna ;)

vika 2 er búin og vá ég er með harðsperrur :( *grát* En það er að lagast. Helvítis Rósa frænka hún þyngdi mig um 1 kg. Var viktuð sko á miðvikudaginn. En stalst svo á föstudaginn á stóru viktina og þá var sko 1 kg og 100 gr farin :) En svona er mánaðarlega skemmtilegt hjá mér. Þyngist alltaf :(

en já yngri dóttir mín var veik á þriðjudaginn þannig ég komst ekki upp á reykjalund en í staðinn fyrir þriðjudag sem ég missti úr. Mætti mín galvösk á fimtudag :) og ….. frábærar fréttir finnst mér að ég ákvað að bæta fimtudögum inn í prógrammið mitt ;) þannig nú mætir sko ég 4 daga í viku í stað 3 :)

Mér finnst þetta svo skemmtilegt. Að þetta hjálpar mér svo mikið :) 1 skipti sem mér finnst skemmtilegt að fara í þrektækin ;)

en eins og þið sjáið.. ég er enn á lífi :)

bless í bili

3 ummæli við „vika nr 2 búin…“

 1. Kristín Björg ritaði:

  Gaman að sjá að þú ert lifnuð við Gústa mín…..og vonandi er Ólöf orðin hressari..!!!
  Jólakveðja, Kristín Björg!!!

 2. Jenný ritaði:

  Gústa gella farðu að blogga;) Seigðu frá því hvað við erum ógó duglegar!!! ;)

 3. Karen ritaði:

  Flott hjá þér skvísa :) Maður þyngist alltaf í kringum þetta mánaðarlega, það er bara eðlilegt :) Vonandi verðurðu þá bara enn léttari í næstu vigtun þegar þú ert laus við allt jukkið ;)