gúd dag :)

6. desember 2007

vika 3 byrjuð :)

og ég er með HARÐSPERRUR!!!

enda er maður á fullu upp á reykjalundi. Þetta er líka svo gaman.  Verst finnst mér að á þriðjudaginn þegar ég var í þolhring þá fann ég eitthvað klikka í hnénu mínu. Og nú finnst mér eins og ég sé að detta. En ég var orðin vön því  árið 2005 og svo hætti það. En ég passa mig bara í sumum æfingunum.

nú ætla ég að segja frá einum degi…

í gær.. miðvikudag..

þá var ég mætt kl hálf 9 og leikfimi kl 9 mætti ég í. Og hún var í klst. Þá fór ég í tækjasalinn, Hjólaði stanslaust í 20 mín, fór svo á göngubrettið í 20 mín. Stoppaði ekkert, labbaði á hraðanum 5,2  allan tíman. Fór svo í tækin fyrir hendur og efri hlutann :) gerði svo magaæfingar  taldi alveg 70 með bumbubananum :) var þarna í 1 klst og 10 mín :) þegar ég var búin fór ég í sund. Synti 12 ferðir. Án þess að verða dauðþreytt. Ég er svo ánægð með það :)

svo var hádegismatur.

fór svo strax upp í sal og skaut þar nokkra körfubolta (meðan ég beið eftir teyminu mínu) allir svo LENGI að koma sér upp HAHA

en þá fór maður að spila badminton ;) Við erum orðin svo dugleg að spila það. Enda svaka gaman. Þetta er alveg hörku íþrótt. Enda svitnaði maður ekkert smá mikið bara á þessum 1 og hálfa klst :)

eftir það var ganga. Og en úr teyminu mínu JennÝ gella sagði að ég mætti ekki vera með leti og fara í göngu 1 og ég ætti að koma í göngu 2, Jú ég ákvað að koma mér í hana, á mínu slæma hnéi haha. Mér tókst það naumlega haha. ég fékk góða hjálp frá teymisfélaga mínum :) gjörsamlega hóphjálp haha. en þetta var 2 km skilst mér.

eftir það var þrekhringur hjá Kjartani og þar svitnaði maður aftur haha. Iss ég fer sko með 2-3 boli. Þarf meira segja að hafa með mér auka buxur næst haha. :)

æ þetta er bara svo skemmtilegt

og já 1 kg og 100 grömm farinn ;) bless og komið aldrei aftur. :)   ekki þið lesendur góðir heldur kg haha

annars eru cm að hrynja af mér. Ég finn rosalegan mun á mér og hlakkar svo til að fara trimma á kanarí. ;)

en jæja nú er ég hjúkkan fyrir eldri dóttluna.. og verð að sinna henni

hafið það gott í bili

endilega kommentiði

7 ummæli við „gúd dag :)“

 1. Jenný ritaði:

  Glæsilegt:) Sjáumst á morgun:)

 2. Kristín Björg ritaði:

  Til hamingju með hvað það gengur vel hjá þér….!
  Kv. Kristín.

 3. Ein í sömu baráttu ritaði:

  Frábært hjá þér. Gangi þér vel með þetta allt saman.
  Kveðja
  Ruth

 4. ataksgella ritaði:

  já jenný skvís.. við sjáumst hressar og kátar kl 9 í fyrramálið…

 5. Olga ritaði:

  Til hamingju :)

 6. Rósa hafnarfjarðarmamma ritaði:

  Gangi þér rosa vel:) og hafðu það rosa gott úti á Kanarí:)

 7. Jenný ritaði:

  Bíddu bíddu á ekkert að fara að uppfæra bloggið?
  Vika nr 4 byrjuð!