5 dagar sem Rósa frænka er búin að vera í heimsókn. Ekki mikil ánægð með hana á þessum bæ og er liggur við partý núna :) nei kanski ekki. En það sem ég hef tekið eftir að þessa 5 daga hef ég nú ekki að vera þyngjast og ekki verið að sukka í súkkulaði. Fékk ekki varla löngun í það. Ég er ekkert smá ánægð með það. Fyrir 37 dögum var ég 141 kg, mikið já ég veit. Alveg skelfilegt. En í kvöld var ég 130 og hálft til 131 sá ekki alveg. Vikta mig aftur betur á morgun og þá fæ ég hjálp, erfitt að sjá illa sko.

en frábært hvað ég sé flottan árangur hjá mér. Ég er ofsalega ánægð með þetta og sá þennan árangur hvetur mig enn frekar að halda áfram þessu striki :)

kær kv

átaksgella

rósa kom og sigraði hehe

20. júní 2007

nei nei segi svona, Rósa frænka kom alveg á þriðjudaginn eða 19 júní. Bullandi foss hjá henni góðu frænkunni *ojjjj* Ég hata þetta . Að vísu eitt gott mál. Ég hef alltaf svolgrað í mig sætindi áður en ég byrjaði á túr, en núna gat ég sko sloppið við það allt saman. :) ég er svo dugleg, og meira segja hef ég oft þyngst um 1 kg á meðan þessu stendur,, en. Núna er ég komin niðrí 132 og hálft :) sko þetta er bara allt af koma. Ég næ sýnist mér bara árangrinum sem ég ætlaði að standa við.. bara 2 og hálft kg eftir fram á mánaðarmótum.. þá verð ég búin að missa 10 kg síðan miðjan maí :)

endilega kvittið og peppið mig :)

takk takk

kv ég

dagur 6

18. júní 2007

þá er bara venjulegur dagur kominn. Mánudagur til mæðu :) hehe. Heyriði ég skundaðist í skrúðgöngu og meira labb á skemmtisvæðinu í gær það fór sko bara 1 kg á allri þessarri göngu :) þannig ég verð að ganga meira eru skilaboðin frá líkamanum mín *hlátur* eins og ég vissi það nú ekki fyrir :)

en þá er ég búin að missa 7 kg á 32 dögum. Er það ekki bara flott :)

heyrumst

kv

Átaksgellan

dagur 4 og 5 :) blogg

17. júní 2007

sko gleymdi mér að blogga í gær. En í gær var laugardagur “nammidagur” búin að ákveða hafa hann sem smá nammidag, heyrðu ég keypti mér súkkulaði, oj ég gat sko ekki borðað allt *gubb* fékk ógeð og niðurgang liggur við *oj* ég veit ekki geðslegt.  Annars vil ég hugsa að þegar maður er búin að vera dugleg að sleppa sælgætinu að maginn höndli ekki mikið af því aftur. Maginn nátturulega feginn að sleppa við þetta jukk hehe :)

Ég er búin að komast að því að matarlystin hjá mér hefur sko minnkað meir en til helminga, stundum af góðum mat hef ég getað fengið mér 2 sinnum á disk og núna á ég erfitt með að klára 1 disk hehe. En það er bara gott mál :) mjög ánægð með þetta.

þá er bara skrúðganga í dag og ekkert nammi. Ætla að taka með mér vatn og ætla sko ekki að kaupa neitt á staðnum. Frekar taka eitthvað með mér :) Ætli ég geti það. Kemur í ljós

en bless í bili

kv Átaksgellan

3 dagurinn í bloggi :)

15. júní 2007

Og dagurinn í dag er búinn að vera soldið skrýtinn. Í gær kemur Rósa frænka í heimsókn. Ok allt í lagi með það. En það kom bara smá, þannig mér líður eins og ég sé ekki með hana núna. :S eitthvað duló sko. Þannig að viktin er búin að rokka síðan í gær dag um 5-6 kg sem ég hef misst á 28 dögum, í morgun og í dag er það búið að vera allan tíman -6 kg.. þannig ég held mér við það bara :)

Ég sé núna árangur og ég stefni að vera komin niðri 130 núna um mánaðarmótin.. Ætli mér takist það.. Það mun koma í ljós eftir 15 daga….

kv ég

ný viktun :)

14. júní 2007

Ég er soldið mikið fyrir að vikta mig hehe. Og í morgun sá ég að 6 kg væru farin á einum mánuði :) Og ég er ekkert smá ágnægð með þann árangur. Nú sé ég að þetta er að takast, með að sleppa algjörlega nammiáti og gosdrykkju, ég er aðvísu að taka töflur sem ég fékk uppáskrifað hjá doksa. Þær heita reductil og er að verða búin með 3 mánuði með þær. En ég hef samt ekki tekið rétt á þessu og alltaf borðað vitlaust með tölfunum. *skamm* en nú þegar árangur sést með notkun þeirra og ekkert sælgæti ætla ég að halda mér við þetta.

Átaksgella

jæja… ég ætla að vera undir nafnleynd hérna. En hér ætla ég að skrifa hvernig mér gengur að losna við þessi bölvuðu aukakg, auka og ekki auka, ég hef alltaf verið í yfirþynd síðan ég fæddist liggur við. Og fékk ég að finna fyrir því í skóla. Með stríðni og fleira. Nú er sko kominn tími til að eitthvað sé að ske hjá mér. Ég á núna 2 börn og ég þarf sko að gera eitthvað í mínum málum ef ég ætla að lifa lengur. Ef maður má orða það.

kg fjöldinn minn er nú soldið hár, eða var fyrir mánuði síðan, síðast þegar Rósa frænka var í heimsókn, 141 og hef ekki mikið farið hærra en það í langan tíma. Hef náð að halda mér í þessarri tölu, þótt ég svindlaði og fleira.

Allavega fyrir 2 vikum fór ég til læknis og svipti af mér hulunni og þorði að viðurkenna að ég þyrfti hjálp, þá með mitt þunglyndi. Ok ég er búin að vera taka núna töflur í um 2 vikur og eftir að ég byrjaði að taka þær hefur sælgætislöngunin minnkað niðrí ekki neitt. Komið núna 2 vikan mín sem ég hef ekki fengið mér súkkulaðibita ;) ég er nú ekkert smá stolt af sjálfri mér. Fékk mér smá svindl í síðustu viku :( og ég sá sko eftir því. En hef samt smá nammidag á laugardögum. Verð að gera það svo ég missi mig ekki. Æ þið fattið hvað ég meina. 

 jæja.. vona að ég fái pepp.. frá ykkur. Ef einhver mun lesa þetta. Hver veit.

ég kveð í bili

bæjó

átaksgellan