vííí :)

29. ágúst 2007

Ég var að koma frá doksanum mínum rétt í þessu :) og ég fór á viktina hennar og þar kom 122 kg :) Frá hennar vikt er ég búin að missa 14 kg og 10.3% af þyngd :) bmi stöðull er farinn úr 54.8 niðrí 48.8 (minnir mig að hún hafi sagt) :)

Mér finnst þetta svo góðar tölur. Svo ánægð að fá góðar fréttir og sjá hvað læknirinn var ánægð að sjá árangurinn :)

en út af reykjalundi þá fer ég algjörlega eftir tölunum frá læknisviktinni :)

finnst ykkur þetta góðar tölur hjá mér. Og núna eftir augnablik ætla ég að prufa hringja og ath stöðuna upp á reykjalundi :)

kær kveðja

Ég

dugleg í dag.

20. ágúst 2007

fór út úr húsi rétt yfir 10 í morgun. Rölti af stað inn í garðabæ. Sá göngutúr gekk nú bara ljómandi vel. Tók nú smá tíma að komast en það var nú allt í lagi. Ég get nú ekki rekið svo á eftir eldri dömunni minni. Þegar hún er svona dugleg að koma með mér. En já um hádegi vorum við komnar allar 3 á áfangastað. Eftir hádegi ákváðum við nú að fara aftur inn í okkar bæjarfélag. (hfj) en tókum strætó 3 stoppustöðvar. Hehe.. Já stoppuðum hjá nóatúni í hfj. Ég ætlaði sko að labba af mér Nonna bitann sem ég fékk mér fyrr um daginn (skamm já ég veit) og ég fékk nú að það beint í magann. *gubbb* var orðið svo illt í mallanum að ég hélt varla í mér. Já geðslegt eða ég held sko ekki.

EN við vorum ekki búnar að labba. Enduðum svo á víðistaða túni :) mér fanst þetta bara vera góður göngutúr. Og stefnan er að fara aftur út að labba í rigningu á morgun :)

en já þau sem fylgjast með mér. Það er ekkert mál að ef þið viljið setja heimasíðuslóðina mína inn á ykkar átakssíður :) mér finnst æðislegt að það séu einhverjir að fylgjast með mér :)

en nóg í bili

jæja þá verð ég að viðurkenna að viktin sem ég hef alltaf farið eftir er BILUÐ. Það er ekki möguleiki að ég sé að missa alveg 5 kg á klst. Sem hefur skeð í nokkurn langan tíma. Var sko með þessa gömlu týpu en ég dó ekki ráðalaus í gær. Fór í byko í breidd og keypti mér eina tölvu vikt sem kostaði 3990 kr og er líka til að vikta fituna eitthvað svoleiðis sko.
En þótt ég hafi þyngst aðeins á milli vikta held ég áfram að missa mín kg og verð dugleg að labba. Ætla einmitt að labba inn í garðabæ á morgun frá hfj :) en endilega haldið áfram að lesa og commenta hjá mér.

talan á nýju viktinni er 125,2 (núna verður þetta nákvæmt)

en þá fór ég að spá í. Fyrst að gamla viktin var farin að bilast svona (man að hún er búin að vera skrýtin í LANGAN tíma) getur þá ekki bara verið að ég hafi þá verið meira en 141 kg í byrjun. Smá pæling. var að pæla þetta í dag í göngutúrnum. Hve var auðvelt að labba  í dag en hvað mér fannst ekkert smá erfitt að labba bara frá jan á þessu ári fram til júní. Tja kanski fer nátturulega þolið upp. En núna tek ég mig enn meira á. Og ef ég næ ekki 120 kg fyrir 1 sept þá mun ég verða komin í þá tölu miðjan september. Ég hætti ekki !!!!

Má samt vera rosalega ánægð að vera komin niðrí 120 og eitthvað kg. Langt síðan ég hef farið svo langt niður

en ég læt í mér heyra.

bless í bili

er þetta satt !!!…

18. ágúst 2007

er viktin mín í alvöru að segja satt… Er ég komin niðrí 115-116 kg Omg. Fór á viktina í morgun og já þá kom þetta í ljós. Ég var í íþrótta skóm þegar ég var 116 kg og íþróttafötum (var nebbla að taka eróbikk í herberginu ) púlaði í 20 mín og svitnaði eins og ég hefði verið í sturtu hehe. Annars gæti ég þannig séð alveg trúað þessarri tölu. Ég er búin að vera rosalega dugleg að labba þessa viku sem er að líða. Labba út um allan bæ. Inn í næsta nágrannafélag og einnig inn í kópavog :)

en bara til að vera viss.. Er ég að spá að kaupa nýja vikt í dag þannig það getur verið um breytingar næstu viktatölu. Önnur dóttur mín er nebbla búin að léttast á þessarri vikt. En ég er að léttast. Ég sé og finn mun. Það er fyrir öllu :)

takk allir sem fylgjast með mér.. Ég met það mikils :)

kærar kveðjur

ég

ég fór á viktina áðan, ekki búin að fara lengi og……. tadddadammmmmm…. 119 kg :)

141-119 = 22 kg farin :)
ég er nú búin að vera dugleg að labba á hverjum degi það er farið að segja til sín. Labbaði milli bæjarfélaga í gær :) ég ógeðslega dugleg sko :)   og ætla að halda því áfram … ekkert að vera hætta núna sko.

endilega commentið. finnst hjálpa mér mikið að það sé verið að fylgjast með mér

hæhæ elskurnar :)

7. ágúst 2007

hehe eða þau sem fylgjast með mér :)

hjá mer er allt gott að frétta. Fór í klst langan göngutúr í gær og smá heimsókn og svo varð ég að labba heim og gekk á hraðferð heim. Ég var alveg búin á því, en leið ekkert smá vel á eftir :) fór svo í trimform tækið auðvitað og trúi því líklega að afþví ég fór í það fæ ég ekki eins miklar harðsperrur :)

ég stend enn í stað.. sem er í lagi. enda 19 kg farin síðan í maí. En ætla samt að gera hvað sem er til að ná þessu af mér og verða 120 kg í sept :)

ég hringdi upp á reykjalund áðan út af aðgerðinni. (magadæmið) og fékk þar að vita að ég kemst mjög líklega inn í okt og afþví að ég er á heilsugæslunn búin að vikta mig þar líka þá verður það metið inn líka. Sumsé ég er búin að losna við þessi 7 % sem þau fara eftir :) og myndi mjög líklega fá lausan tíma í aðgerð fljótlega eftir okt :)

en nóg í bili

endilega kvittið

Labbi labbbbbbbb

4. ágúst 2007

Já í gær var tekinn stuttur og rösklegur göngutúr.Tja ætli hann hafi ekki verið ca 20 mín. Það var fínt og ekkert mál. Kominn tími til að drífa sig út. Samt var smá vindur og jú það var eiginlega betra út af því ég svitnaði greinilega ekki eins mikið :)

og í dag var vaknað rétt fyrir 8 í morgun, gefið barninu að borða, klætt okkur og drifið sig út í göngutúr á laugardagsmorgni kl 5 mín yfir 9. Geri aðrir betur *mont* Varð að fara út að labba, því ég var með soldið mikið samviskubit yfir því ég borðaði smá (ekki mikið) snakk í gærkveldi. Þannig mín rölti í klst í morgun (ég ofsa dugleg)

ég er enn 122 kg og það er nú betra að standa í stað en að þyngjast sko. Mín skoðun

en.. svo er ég búin að setja annað markmið bara inn í hausnum mínum að vera kanski bara komin niðrí 118 kg 1 sept hehe.. annars ef það tekst ekki (mun samt gera það) þá er ég enn með 120 markmiðið mitt skrifað á blað hehe.

en hafið það sem allra best yfir verslunarmannahelgina. Takið lífinu með ró og gangið hægt um gleðinnar dyr

vúhú….

1. ágúst 2007

Ég fór í göngutúr í gær, labbaði mjög rösklega (svitnaði eins og SVÍN) púff… Leið nú eki vel eftir það. Hata að svitna svona ógeðslega mikið !!!!

Fór svo í göngutúr í morgun allaleið frá suðurbæ í hfj upp í norðurbæ í hfj. Vitið það var ekkert svo erfitt, blés varla úr nös. Og vitið ég ætla að gera þetta á hverjum degi í næstu viku :)

míns dugleg :)

Á ég að monta mig……..

taddaaaaaaaa…………………

sko eitt af markmiðinu mínu er að verða komin niðrí 120 1 sept :) ok ekkert mál. Mig vantar ekki nema 2 kg til að komast þangað víhííííí

allur mánuðurinn til að komast meira segja enn lægra :)

frábært ekki satt…

takk æðislega allir sem hvetja mig áfram. Bjargar mér alveg

*knúsar og kossar til allra*