reykjalundur dagur nr 2 :)

21. nóvember 2007

vitið batminton er ÆÐI ;) var sko alveg búin að gleyma hvað það væri skemmtilegt ;) áttum að vera 2 og 2 að slá á milli, hehe við gerðum betur en það og fórum í tvímennigs leik ;) ég og Ása í liði og Jenný og Anna María saman í liði ;)

svo var sko farið í göngu. Úfffff.. Heyrðu ég fór í göngu 3 ofsadugleg ;) held samt að ég enda að fara í nr 2 á föstudaginn hehe. Ég er gjörsamlega með BLÖÐRUR undir iljunum. Hjálp hvað á ég að gera. Hvað er hægt að gera til að sleppa við að fá þessi helvíti ;S

en svo var kynnt fyrir okkur göngumæla og við í o2 fengum mæla og eigum að mæla skrefin okkar á morgun ;) venjulega á að vera 10 þús skref á dag. ;) já verður maður ekki að reyna ná því. Þótt maður sé aumur í fótunum. Ég ætla í apotekið á morgun og fá mér gervihúð. Vona það lagi eitthvað ;)

en svo í dag var fyrirlestur með Ludvigi ;) mjög áhugaverður. ;) hann verður með 5 fyrirlestra þessar 5 vikur ;)

en svo er komin síða önnur.. sem hægt er að fá upplýsingar og spjalla um magaaðgerðir g fleira

http://groups.msn.com/magaadgerd/_whatsnew.msnw allir velkomnir

já. Eins og stendur hérna aðofan kláraði ég 1 daginn í dag. Mætti galvösk kl 9, hress og kát. Með rosalegan fiðring í mallanum. Ég náði næstum ekki að sofna í gærkveldi út af spenningi ;)

en ég fór í innritunarspjall, hitti Björgu iðjuþjálfara, Gulla sjúkraþjálfara. Söndru og Olgu í oddshúsi. Þetta leggst bara rosalega vel í mig og hlakkar svo mikið til að ganga í gengum þetta. En 2,5 cm eru farnir af mallanum mínum síðan ég kom fyrst til Ludvigs. Held ég hafi komið til hans í enda okt, byrjun nóv. Fitu % hefur líka lækkað. Var yfir 50 % og er núna 48, eitthvað, man ekki alveg.

fórum svo og borðuðum góðan fiskrétt í hádeginu, og svo í göngupróf ;)

góður dagur endaði svo með góðum göngutúr. Og já svo kemur annar dagur aftur á morgun og þá er batminton
:)

kveð að sinni

þriðjudagur til þrautar.

18. nóvember 2007

jæja það er sagt um þriðjudaga. En ætli það sé sannleikur. Hömm. Nú byrjar prógrammið á reykjalundi einmitt þá. Ég á einmitt að mæta kl 9 í innskriftar viðtal og koma með matardagbókina og bókina með öllum matnum og stigunum :) Þetta verður ansi spennandi 5 vikna prógramm. Get ekki beðið. Fór á players á föstudaginn og hitti þar fólk sem er að ganga í gengum það sama og ég og einnig voru 2 sem voru búin að fara í aðgerð. Og þau litu rosalega vel út.

annars var ég ofsalega ánægð með þegar ég klæddi mig í buxurnar sem ég fór í. Þá runnu þær upp um mig. Ekkert vesen að festa þær eða slíkt. Annars keypti ég þær í byrjun okt og miðjan okt var soldið þröngt á þingi. ;)

en fór svo á fimtudaginn í þrekpróf og kom þar rosalega vel út. Blóðþrýstingurinn hækkaði ekkert mikið né hjartsláttur. Gerði bara það sem átti að gera. Hækka smá út af áreynslu.
En mestu fréttirnar finnst mér að þetta er dagur nr 2 sem ég stíg á viktina og er komin undir 123 kg. Nánari tiltekið 122.5 Æðislegt hjá mér ekki satt…. :) er í skýjunum hérna :)

en jæja ég bloggaði allavega.. Er orðin eitthvað frekar dauf að blogga. En verð að vera dugleg. Því maður á sér dygga aðdáendur haha…

endilega kommentiði og það er líka ekkert mál að fá msn mitt og spjalla þar. Ef einhver hefur áhuga.

Kær kveðja

verðandi gella :)

reykjalundur here i come ;)

12. nóvember 2007

ég fékk ánægjulegt símtal ídag ;) ég komst inn í nóvemberhópinn :) ég er svo happý :)

verð í hópi 2 þannig ég verð á þriðjudögum, miðvikudögum og föstudögum :) Hjúkkan sem hringdi hún var yndisleg. Hlakkaði til að hitta mig og ég hlakka mikið til að hitta hana. Henni fanst ég vera með mikla jákvæni ;)

annars fór ég í 2 klst göngutúr í dag ;) var með mp3 spilarann hjá mér. Rosalega góð lög á honum ;) fór suðurhvamm upp hvammabrautina, upp í kirkjugarð. Fór svo göngustíg niðrí setberg. Labbaði allan setbergshringinn. Fór undirgöngin þannig ég labbaði bak við blokkirnar hjá álfaskeiði. Fór flatarhraun, og niður reykjavíkurveg. Niðrí bæ og endaði að vísu að taka strætó heim, var gjörsamlega orðin rennandi blaut :S og komin með blöðrur undir fótunum *áts*

en nú er yngri dóttir mín veik þannig ég er ekki að fara í göngutúr á morgun :S

en jæja var að segja ykkur þessar fréttir

dagur nr 2 í PÚLI !!!!

8. nóvember 2007

Jáhá. Þá er komið af bloggi.
Ég náði í mitt frábæra nýja þrekhjól upp í samskip í rvk :) beið þar eftir mér á bretti. Vel pakkað inn og allt :) og 2 ungir drengir hjálpuðu mér að setja það í bílinn. Ofsa góðir. En já nóg um það.

Í gær ákvað ég að prufa það. Setti vatn í brúsa og byrjaði að hjóla. Ég er með núna plan. Hjóla í minnst 5 mín og þá fá mér vatn. Reyni svo daginn eftir að hjóla lengur. En í gær hjólaði ég í 15 mín. Eftir fyrsta vatnsopan. Fór ég af hjólinu og náði mér í meira vatn. MIKIL MISTÖK komst ég af. Á aumingja bossinn minn. Hann var sár. Varð að sitja á kodda hinar 10 mín *haha* hlæið þið bara. Mér finnst það líka fyndið. :)

og í dag gat ég hjólað alveg í 20 mín. Ætla að fara í 30 mín á morgun. :)

Matardagbókin gengur bara ágætlega. Er alltaf að fara betur og betur í gegnum bókina. Og vonandi fæ ég frábær svör núna næst þegar ég fer upp á reykjalund. Ég er orðin svo spennt :)

Svo þarf ég að fara ganga meira úti. Þótt það sé kalt eða vindur, rigning. Þá er það ekki vont veður.

heyrði nebbla frá einni sem er að ganga í gegnum það sama og ég … það er ekkert sem er til sem heitir vont veður heldur bara slæm útiföt.

Sammála :)

en jæja endilega kommentið þið. Æðislegt að heyra að það séu einhverjir að fylgjast með mér.

Lúðvík læknir :)

2. nóvember 2007

jæja kominn laugardagur og ég fór til hans Lúðvíks á síðasta þriðjudag :) var sko með hnút í maganum og ekkert smá stressuð hehe. Var meira segja mætt 10 mín áður en tíminn byrjaði. Ritarinn var ekki einu sinni mætt :) En tíminn gekk rosalega vel. Eins og ég vissi kom andlega hliðin ekki beint vel út. En af því ég hef verið að fara til sálfræðings inn á göngudeild geðdeildar á ég að halda áfram að fara þangað og ég var fljót að panta annan tíma svo ég kæmist fljótlega til hennar Elsu Báru. Hún er svo yndisleg og gott að tala við hana :)

Annars já sagði Lúðvík að af því mér gengur svona vel að vonandi kemst ég inn í nóvemberhópinn í 5 vikna prógramm. Átti tíma í þrekpróf 22 nóv en hann vildi flýta því áður en þessi hópar byrjar. Og það tókst ég mæti 15 nóv í þrekpróf og mæti með matardagbókina sem ég fékk hjá honum Lúðvíki. Mér gengur bara nokkuð vel að fara eftir því prógrammi sem ég á að fara eftir. Er ekki einu sinni svöng þegar ég er búin að borða. Er mikið að pæla í stigunum sem bókin segir til. Og ég þarf samt að fara betur í að blanda matnum saman :)
og vitið þið hvað :) mín var bara að kaupa sér þrekhjól af barnalandi og fæ það vonandi á mánudag :) það verður sko púlað á hverjum einasta degi héðan í :)

ég verð sko orðin flott næsta sumar :) engin á eftir að þekkja mig. Ég á eftir að hafa halarófuna af strákum á eftir mér. ;) ég má láta mig dreyma haha.