árið er senn á enda

31. desember 2008

og þetta skeði hjá mér árið 2208…

janúar :

í janúar var ég 113 kg og komin með grænt ljós á aðgerðina.

febrúar:

var ég standby það aðgerðarholl, en ekkert varð úr því en samt sem áður, fékk að vita ég yrði með þeim fyrstu í næsta aðgerðarholli.

mars:

fékk að vita útúr blóðprufum og var með eitthvað alltof hátt kalkhormón. Viðurkenni hér með að ég fór ansi niður í þunglyndi og vitandi að ég fengi kanski ekki að fara í aðgerð, byrjaði ég að borða og þyngdist. :( hreyfði mig ekkert eða slíkt.

apríl:

fékk grænt ljós hjá efnaskiptafræðingum að fara í aðgerð.. og fór þann 10 apríl í hana. Þegar ég fór í þessa aðgerð var ég 122.4 á viktinni heima hjá mér.  Viku seinna var ég komin niðrí 117

maí:

voru farin 12 kg af mér og ég svakalega ánægð með það :)

júní:

106 kg orðin :) og átti ég afmæli 20 júní og leið mér frábærlega

júlí:

vantaði mig ekki nema 2 kg um að komast í 2 stafa tölu. Man ekki hvenær ég var svona létt

ágúst:

fór til danaveldis í 2 vikur og missti 5 kg á labberíinu. Og rokkaði milli 95-96 kg

september:

komin niðrí 93 kg og náði mér í karlmann :) svakalega hamingjusöm

oktober:

89,5kg og fann gömul náttföt sem ég hafði aldrei komist í . Mér leið frábærlega :)

nóvember :

ekki mikið skrifað en samt sem áður, var ég í 87 ca :)

desember:

frá 10 apríl til dagsins í dag er ég búin að missa ….  38.8 kg !!!! pæliði í því næstum 40 kg á 8 mánuðum :)

frá því sem ég var þyngst í maí 2007 var ég 141 og núna 83,6 og reikniði nú !

57.4 kg farin á einu og hálfu ári :)

en svona var árið 2008…

hvernig verður árið 2009.

mitt markmið er að komast niður um 15 kg fyrir 1 júní. Tekst mér það… jæja þið munuð sjá það

bestu áramótakveðjur

Ágústa svakaskutla