ég er búin að þjófstarta… össss
27. janúar 2008
bolludagurinn er hér með búinn. Það verða bara fiskibollur á komandi bolludegi. Jakk. Ég náði sem betur fer að borða bara 3 litlar bollur. EN mér er sama. Ég er komin með gubbuna upp í háls. Ojbarasta. Ég segi nú bara við ykkur.. Skemmtið ykkur vel að borða bollur í næstu viku. Ég mun ekki öfunda ykkur. Það get ég sagt ykkur
EN já þá er rósa frænka komin í heimsókn. Jejj eða hitt og heldur. Enda er ég búin að vera með súkkulaði þörf dauðans. Vá hef ekki verið svona slæm lengi. EN í gær eftir að hún mætti. Þá blöskraði mér á súkkulaði. Og var næstum farin inn á wc til að skila öllu. Mér hefur liðið undarlega í dag. Oj sukkulaði og slikkerí. *jaKKK*
En ætla sko að taka á því núna þessa viku. Fara upp á reykjalund alla þessa viku skal gera það. Og labba mikið.. Koma þessu súkkulaði af mér.. Oj.
enjæja búin að segja sannleikann hérna.
megið skamma mig
kveðja
Ágústa. Það er víst nafnið mitt
á einu ári….
26. janúar 2008
þá eru farin 23 kg
:) fór til heimilslæknis. Aðalega til að sjá árangurinn hjá henni og á hennar vikt var ég 26 janúar 2007 136 kg og 17 janúar á þessu ári var ég 113 kg á hennar vikt
frábær árangur. Já mér finnst það.
Er búin að fá grænt ljós á aðgerðina og á að fara aftur til Lúðvíks núna 1 feb hlakkar ekkert smá mikið til
en þetta er allt að koma hjá manni.. styttist allt óðum
en þetta var blogg fyrir þig Jenný mín