ný færsla :)

23. febrúar 2008

ég er ansi léleg að blogga hérna. Ekki dugleg sko. En fór í endurkomu í gær upp á reykjalund og þar mættum við 4 úr mínum hóp og 2 úr o1 :) svaka gott að hitta Bryndísi, Björgu, Söndru, Ludvig og náttla Gulla :) og fara smá í tækin og púla og slappa svo á í heita pottinum. Bara yndislegt.

en á ég að segja ykkur fréttir….

ég er búin að fá staðfest að ég er nr 1 í næsta aðgerðarholli :) var nefnilega standby á fimtudaginn og er búin að klára innlögnina, vantar bara eina blóðprufu. Sem hægt verður að rédda síðar. En mér skildist að næsta aðgerðar holl verður í apríl :) þannig ég ætla að vera dugleg í ræktinni og ná 5 kg afmér :) stefni af því

en jæja þið sem fylgist með mér. Ég varð að segja þetta hérna

hehe.. Já komin með grænt grænt ljós í aðgerð frá honum Lúðviki.. Þeir sem vissu ekki :) En fór og hitti Björn Geir í gær og pappírarnir voru ekki komnir þannig hann hafði ekki neitt í höndunum um mig. En þeir hljóta koma einhverntíman. Eru farnir frá reykjalundi :) Annars er endurkoma þann 22 feb og veit um 2 ef ekki fleiri sem eru á leið í aðgerð núna í næstu viku. Ég segi bara gangi þeim vel :) ég mun ná af mér fleiri kg áður en ég fer. Sem er náttla betra ;)

ég gefst ekki upp.