komin aðeins meira en vika síðan ég fór í aðgerðina og mér finnst allt ganga rosalega vel :) fór á viktina daginn sem ég fór í aðgerðina og þá var viktartalan… heima hjá mér 122.4 já ég var sko aldeilis búin að þyngjast því miður :( og núna viku eftir aðgerð var talan komin niðrí 117 :) æði ekki satt. Verst finnst mér að hafa þyngst og gleymt að fara á viktina á göngudeildinni daginn sem ég kláraði innskriftina :) en þegar ég talaði við Sigrúnu hjúkku um daginn og hún skildi afhverju ég fór aðeins niður :(

en á morgun á ég aðmæta og láta kíkja á  mig :) þannig þetta verður spennandi :)

heyrumst síðar

kveðja

Ágústa

búin og komin heim

13. apríl 2008

aðgerðin er búin og allt gekk að óskum,fékk að vita að ég væri komin með naflaslit (sem mér grunaði) og þarf að laga það helst eftir ár. Ekkert mál, finn lítið af verkjum og ekkert loft fór upp í axlir, eina sem ég finn.. Það er svefnþörf hehe. Læknirinn sagði í gær þegar maður var að útskrifast að aðalmálið nú þessa dagana var að borða, labba og sofa :) næs ekki satt.

fór á tónleika í gær og sat frá hálf 5 til hálf 7 var eiginlega búin á að sitja svona. Enda þegar ég kom heim fór ég beint að sofa :) og svaf næstum alveg til morguns :)

Ása vinkona fór í aðgerðina í gær :) held að allt sé í góðu standi hjá henni. Þarf að senda henni skilaboð og ath með hana :)

aðgerðin var ca 50-55 mín og lifrin æðisleg :)

en jæja nóg í bili.. ætla reyna drekka eitthvað

bestu kveðjur

ágústa

Jæks :) hehe

9. apríl 2008

Jæja þá er komið af því. Á morgun er stóri dagurinn :) já það er fljótt að líða :) Á að mæta kl 8 í kveld til að fá sprautu. Mamma verður með stelpurnar hjá sér í nótt og þennan tíma sem ég verð á spítalanum. Nú er ég komin með kítl í mallan :) og vona ég að geta sofið eitthvað í nótt :) það hlítur að vera :)

en jæja best að fara skúra hérna

kærar kveðjur

ágústa hörkugella

innskriftin er búin :)

7. apríl 2008

jæja þá eru 3 dagar þangað til að aðgerðin verður. Og hitti ég Ásu vinkonu áðan og spjölluðum við saman inn á milli viðtala :)

allt gengur vel hjá mér og á ég að mæta á miðvikudagskveldið upp á spítala í sprautu og koma svo morguninn eftir :) eða fimtudaginn  verður aðgerðin

bless í bili

jæja fór til Helgu Ágústu Sigurjónsdóttur um daginn og vitiði hvað :) Ég fékk leyfi frá henni að fara í aðgerðina :) jejjj

en.. það þarf að fylgjast mjög vel með mér. Vegna útkomurnar út blóðprufunum.. komu aftur út eins skrýtnar. Ég er með mjög hátt kalkhormón, samt er kalkið og d vítamínin fullkomið. Venjulega á kalhormónið ekki að vera fyrir ofan 67 hjá konum en … er ekki nema 107  hjá mér. Soldið hátt Ojá. En ég á að fara til hennar aftur í september :)

en já.. þá eru 6 dagar í aðgerð hjá mér Jibbííí

hérna inn. Þá getiði séð breytingar í gegnum árin af mér..

byrjum á þessarri hún er tekin 2004

næsta er tekin  2005

og svo 2006

og svo árið 2007, í fyrra sumar

og núna sem var tekin fyrir stuttu..

jæja sjáið þið einhvern mun :)