vá vitiði. Ég hef aldrei átt eins margar myndir af mér og núna ;) eins á laugardaginn var ég biðjandi hey taka mynd af mér, af mér núna haha.

en já mér finnst ég líta vel út og á eftir að líta betur út.

dæmiði bara sjálf

já var í danska fánalitnum haha

samt er ég núna ný klippt og orðin fín um augabrýrnar

ný viktunartala

24. maí 2008

fór á viktina í morgun þegar ég var búin að vakna almennilega og þá sýndi sú tala 110,4 sumsé 12 kg farin :)

vá að vera komin niðrí 110. Held ég hafi ekki náð þessarri þyngd síðan… *hux* 1999-2000 Enda er ég svo ánægð og fólk sem þekkir mig og þekki mig ekki.. segir að það geisli alveg af mér :)

hélt ég væri búin að missa 12.4 en reiknaði vitlaust haha.. en þessi 0.4 koma fljótlega, eða ég missi 0,4 fljótlega

er meira segja farin að ganga smá í pilsi :) æðislegt :)

ég verð svaka gella í sumar. Gæti verið að maður fari til eyja um versló. Langar svakalega. En ég fer í vikuferð út í haust til útlanda. Ekki enn búin að ákveða hvert en eitthvað.

og svo stóru fréttirnar. Ég skráði mig í skóla. Loksins þorði ég að skrá mig :)

en já nóg í bili

kv Ágústa

já síðan aðgerðin var er þessi tala farin :) og mikill munur sjáanlegur :) föt orðin of stór. Og ég kemst í föt sem ég er ekki búin að komast í langannnnnnnnn tíma :)

þannig er núna í 111,9 frábært. Mér finnst það allavega

bráðum er komið ár síðan ég byrjaði að blogga og um miðjan maí í fyrra var ég 141 kg. Vá pælið í því. 30 kg farin á einu ári. vá ég er ánægð

kær kveðja ágústa