gúd dag :)

10. nóvember 2009

er ekki kominn tími á blogg :) Held það nú, enda 7 mánuðir síðan ég skrifaði hérna síðast.

Allt gott er að frétta héðan af mér og dætrum mínum. Stærsta fréttin af mér er að ég er í skóla. Já komin í Fjölbrautarskólann í Ármúla og byrjaði þar í ágúst. Ég er í 18 einingum og stefni á 20 einingar eftir áramótin. Gengur bara ágætlega í öllu sem ég er að læra. Að vísu er ég enn að kljást við mitt þunglyndi og skammdegið er stundum að gera útaf við mig. Ég reyni samt mitt besta að brosa og hafa gaman af lífinu

Áslaug mín er komin í 3ja bekk í hvaleyrarskóla og er með sama kennarann. Hún er farin að æfa handbolta með haukum og ætlar að vera í því í vetur og áfram. Hún var á sínu fyrsta móti á laugardaginn. En haukarnir töpuðu öllum leikjunum. Hún var samt sátt, fékk medalíu, svala og hraun.

Ólöf mín er orðin 3ja ára og svakalega dugleg í leikskólanum, komin í kór og elskar að syngja :)   annars gengur þeim rosalega vel og stækka þær eins og ég veit ekki hvað.

af kg fjöldanum er svona lala. Ég þarf að passa mikið hvað ég borða og þarf að vera duglegri að fara í göngutúra. Þannig nú er gotteríbindindi og göngutúra möst á hverjum degi :)

ný mynd af mér

Ólöf Hulda

Ólöf Hulda mín

Áslaug Guðrún

Áslaug Guðrún mín